Það var einu sinni karl og kerling í koti sínu (жили-были старик со старухой в своей хижине). Þau voru bláfátæk (они были нищие; bláfátækur – нищий; blá– – крайне; полностью; тончайший; крайний; fátækur – неимущий; fár – мало) og höfðu ekkert sér til lífsbjargar (и не было у них никаких средств к существованию; lífsbjörg – спасение жизни; поддержание жизни; средства существования; líf – жизнь; björg – помощь; спасение; провизия) nema þau áttu dall einn (кроме одного горшка) sem aldrei þraut grautur í (в котором никогда не кончалась каша; þrjóta – заканчиваться; расходоваться).

Það var einu sinni karl og kerling í koti sínu. Þau voru bláfátæk og höfðu ekkert sér til lífsbjargar nema þau áttu dall einn sem aldrei þraut grautur í.

Son áttu þau einn (сын был у них один), en sagan getur ekki um nafn hans (но сказка не упоминает имени его = а как звали его, неведомо). Þrír menn voru þess vegna í kotinu (трое людей было, значит, в доме) og engin kvik skepna önnur (и никакого другого живого существа; kvikur – живой; skepna – существо; тварь; животное). Þó að kotbúum þætti leiðinlegur grauturinn (хоть и была в доме только жидкая каша; þó að – хотя; kotbú – хозяйство; kot – двор; дом; bú – хозяйство; занятие хозяйством; leiðinlegur – скучный; неаппетитный; leiði – скука; отвращение) þá sá karlinn samt (всё же считал мужик) að dallurinn var öldungis ómissandi (что горшок совершенно незаменим; öldungis – совершенно; ómissandi – незаменимый; missa – терять) því hann var það eina (потому что он был единственным) sem hélt lífinu í hyskinu (что поддерживало жизнь в доме; hyski – семья; домашние; сброд).

Son áttu þau einn, en sagan getur ekki um nafn hans. Þrír menn voru þess vegna í kotinu og engin kvik skepna önnur. Þó að kotbúum þætti leiðinlegur grauturinn þá sá karlinn samt að dallurinn var öldungis ómissandi því hann var það eina sem hélt lífinu í hyskinu.

Einhverju sinni bar svo til (однажды случилось так) að prestur kom í kotið í húsvitjun (что пастор пришёл к ним в хижину с визитом; prestur – пастор; священник; húsvitjun – посещение дома прихожан /о священниках/; húsvitja – посещать дома прихожан; vitja – наносить визит). Að afloknu því andlega starfi (завершив богословскую беседу; afljúka – завершать; andlegur – духовный; умственный; интеллектуальный; andi – дыхание; душа; дух; starf – работа; деятельность) fer prestur að ræða um hitt og þetta við karlinn (стал священник болтать о том, о сём с мужиком). Meðal annars spyr prestur karlinn (между прочим спрашивает пастор мужика) að hvernig hann geti lifað í þessu koti (как тот может жить в этой хижине; hvernig – как, каким образом). Karl biður prest að minnast ekki á það (мужик просит пастора не говорить об этом; minnast á e-ð – упоминать что-л.), það sé aumt líf (мол, это несчастная жизнь = не жизнь, а каторга; aumur – жалкий; несчастный) sem þau eigi (которой они живут). Af því karlinn elskaði prestinn sinn (поскольку мужик любил своего духовника; elska – любить) hafði hann ekki getað fengið annað af sér (не мог он поступить иначе) en bjóða presti graut úr dalli sínum (как предложить пастору каши из своего горшка), og segir því við prestinn (и говорит при этом пастору) að það sé einungis þessi dallur (что только этот горшок; einungis – только) sem haldi þeim við lífið (и поддерживает их в живых: «который…»); dallurinn hafi þá náttúru (у горшка, дескать, такая особенность; náttúra – природа; естество; магическая сила; половое влечение) að það þverraði aldrei grautur í honum (что в нём никогда каши не убывало; þverra – убывать; уменьшаться) þó etið væri úr honum (сколько бы из него ни ели: «ни было едено»).

Einhverju sinni bar svo til að prestur kom í kotið í húsvitjun. Að afloknu því andlega starfi fer prestur að ræða um hitt og þetta við karlinn. Meðal annars spyr prestur karlinn að hvernig hann geti lifað í þessu koti. Karl biður prest að minnast ekki á það, það sé aumt líf sem þau eigi. Af því karlinn elskaði prestinn sinn hafði hann ekki getað fengið annað af sér en bjóða presti graut úr dalli sínum, og segir því við prestinn að það sé einungis þessi dallur sem haldi þeim við lífið; dallurinn hafi þá náttúru að það þverraði aldrei grautur í honum þó etið væri úr honum.

Þegar prestur heyrir þetta (когда пастор об этом услышал: «слышит») falar hann dallinn af karlinum (стал он просить мужика продать ему горшок; fala e-ð – прицениваться к чему-л.; просить продать что-л.) og segir hann skuli ekki hafa skaða á skiptunum (и говорит, что тот, мол, в накладе не останется; hafa skaða – понести урон; skaði – ущерб; skipti – обмен; сделка). Karl segir (мужик говорит) að þó sér vilji leiðast sá sífelldi grautur (что хоть и ему и надоела эта вечная каша; e-m leiðast – надоедать кому-л.; sífelldur – беспрестанный; sífella – непрерывность) þá þori hann samt ekki (всё же не осмелится он; þora – осмелиться) að gjöra nein kaup í þessu tilliti (совершать в этом смысле никаких сделок; kaup – торговля; бизнес; покупка; tillit – аспект; отношение; взгляд; соображение), en prestur gengur samt svo fast að (но пастор так настаивает; ganga að e-m – обращаться к кому-л. /с требованием уплаты/; fast – крепко; настойчиво) að karl lofar (что мужик обещает) að senda dreng sinn með dallinn (послать своего паренька с горшком). Nú fer prestur (вот ушёл пастор), en karl og kerling eru mjög þungbúin út af þessu loforði (а мужик с бабой очень опечалились из-за данного обещания; loforð – обещание; lofa – обещать; orð – слово), samt senda þau að fáum dögum liðnum drenginn með dallinn (но всё же отправили они несколько дней спустя сына с горшком).

Þegar prestur heyrir þetta falar hann dallinn af karlinum og segir hann skuli ekki hafa skaða á skiptunum. Karl segir að þó sér vilji leiðast sá sífelldi grautur þá þori hann samt ekki að gjöra nein kaup í þessu tilliti, en prestur gengur samt svo fast að að karl lofar að senda dreng sinn með dallinn. Nú fer prestur, en karl og kerling eru mjög þungbúin út af þessu loforði, samt senda þau að fáum dögum liðnum drenginn með dallinn.

Í milli kotsins og prestagarðsins var konungsborg (на полпути между мужиковым двором и домом пастора стоял: «был» королевский замок; prestagarður – дом священника; garður – сад; двор; дом); fer nú drengur fram hjá henni (вот проходит перед ним паренёк) og kemur ekki í bústað konungsins (но не заходит к королю; bústaður – местожительство; жилище; staður – место), heldur fer beina leið til prestsetursins (а направляется прямо: «держит прямую дорогу» к пастору; beinn – прямой; prestsetur – усадьба пастора; setur – местопребывание; резиденция). Drengur afhendir nú presti dallinn (вот передаёт паренёк пастору горшок; afhenda – вручать), en prestur fær honum aftur dúk (а пастор приносит ему взамен скатерть; dúkur – ткань; скатерть), segir (говорит) að ekki þurfi annað (мол, ничего другого делать не надо) en breiða hann á borð og segja (а только расстелить её на столе и сказать): „Hans dúk (Ханс, накрой; dúka – накрывать скатертью), Hans dúk (Ханс, накрой), fullt með besta mat (полный /стол/ лучшей едой; fullur – полный),“ þá komi réttir á borðið (тогда станут на столе яства появляться: «тогда, мол, придут яства на стол»; réttur – блюдо) hvað á fætur öðru (одно за другим).

Í milli kotsins og prestagarðsins var konungsborg; fer nú drengur fram hjá henni og kemur ekki í bústað konungsins, heldur fer beina leið til prestsetursins. Drengur afhendir nú presti dallinn, en prestur fær honum aftur dúk, segir að ekki þurfi annað en breiða hann á borð og segja: „Hans dúk, Hans dúk, fullt með besta mat,“ þá komi réttir á borðið hvað á fætur öðru.

Prestur segir sendisveininum (пастор говорит мальчику: «посыльному»; sendisveinn – посыльный; senda – посылать; sveinn – мальчик) að hann verði að halda beina leið heim (что он должен идти прямиком домой: «держать прямой путь домой»; beinn – прямой), en megi ómögulega koma í konungsborg (и не должен ни в коем случае заходить в королевский замок; ómögulegur – невозможный; mögulegur – возможный). Piltur lofar þessu (паренёк пообещал это), kveður prest (попрощался с пастором) og heldur sína leið (и отправился в путь).

Prestur segir sendisveininum að hann verði að halda beina leið heim, en megi ómögulega koma í konungsborg. Piltur lofar þessu, kveður prest og heldur sína leið.

En er hann er kominn nálægt borginni (но когда он проходил мимо замка) (eða kóngsríkinu (или королевства)) þá tekur hann að brenna af löngun til (стало ему невтерпёж; brenna af löngun – сгорать от желания; löngun – сильное желание; жажда; стремление) að koma í hana (зайти в него), heldur að það muni lítið saka (думает, что никакого греха в том не будет: «будет небольшая вина»; sök – обвинение; вина; дело; процесс; причина) þó hann skoði sig þar dálítið um (если он даже не надолго заглянет туда; skoða sig um – осмотреться) og fer inn í borgina (и заходит в замок). Þar verður á vegi fyrir honum kóngsdóttir (там предстала перед ним принцесса); spyr hún (спрашивает она) hvað hann sé að fara (что он там делает). Drengur verður ekki of þagmælskur (паренёк молчать не стал: «не был слишком молчаливым»; þagmælskur – молчаливый; þagmælska – молчаливость; молчание; соблюдение тайны; скромность; þagna – умолкать; стихать; mæla – говорить) og segir henni alla sögu (и рассказал ей всё, как есть: «всю историю»).

En er hann er kominn nálægt borginni (eða kóngsríkinu) þá tekur hann að brenna af löngun til að koma í hana, heldur að það muni lítið saka þó hann skoði sig þar dálítið um og fer inn í borgina. Þar verður á vegi fyrir honum kóngsdóttir; spyr hún hvað hann sé að fara. Drengur verður ekki of þagmælskur og segir henni alla sögu.

En þegar hann getur um dúkinn (но когда он упомянул о скатерти) þá biður hún hann fyrir alla muni (стала она просить его во что бы то ни стало) að selja sér hann (продать ей её), segist hún skuli margborga honum dúkinn (сказала, что заплатит ему много за скатерть; margborga – много заплатить; marg– – много; много раз; margur – много; многочисленный; borga – платить). Við þessar fortölur linast drengur (на эти уговоры поддался парень; fortölur – увещевания; linast – обмякнуть; lina – смягчать; расслаблять), afhendir henni dúkinn (отдал ей скатерть), en fær í staðinn skæra skildinga (и получил взамен несколько сияющих монет; skær – ясный; светлый; чистый; skildingur – ист. скильдинг /монета = 2 эйрирам/; монета) sem honum þykja bæði margir og fallegir (которые ему показались многочисленными и прекрасными), þykist ekki hafa farið illa að ráði sínu (посчитал он, что разумно поступил = не продешевил; fara illa – неудачно поступить; ráð – совет; обдумывание; выход; средство; разум; власть); og gengur nú (и пошёл он) sem fætur toga heim í kotið (в сторону дома: «когда /также и/ ноги понесли его домой в хижину»; toga – тянуть; тащить).

En þegar hann getur um dúkinn þá biður hún hann fyrir alla muni að selja sér hann, segist hún skuli margborga honum dúkinn. Við þessar fortölur linast drengur, afhendir henni dúkinn, en fær í staðinn skæra skildinga sem honum þykja bæði margir og fallegir, þykist ekki hafa farið illa að ráði sínu og gengur nú sem fætur toga heim í kotið.

Karl fagnar ekki svo mjög yfir þessari ferð (мужик не особо обрадовался деньгам: «этому возмещению») og heldur að þetta muni eyðast einhvern tíma (полагая, что они когда-нибудь: «какое-то время» да закончатся; eyðast – растрачиваться).

Karl fagnar ekki svo mjög yfir þessari ferð og heldur að þetta muni eyðast einhvern tíma.

Þetta varð líka orð og að sönnu (так оно и вышло; að sönnu – действительно; sannur – правдивый); því áður langir tímar liðu (потому что прошло не так уж много времени) verður hann uppiskroppa (а у него ничего не осталось; uppiskroppa – лишившийся) og sendir son sinn í annað sinni til prestsins (вот и отправляет опять сына к пастору) og biður hann fyrir alla muni að hjálpa upp á sig (и просит во что бы то ни стало выручить его) því nú hafi hann ekkert til að lifa við (дескать, не на что ему теперь жить).

Þetta varð líka orð og að sönnu; því áður langir tímar liðu verður hann uppiskroppa og sendir son sinn í annað sinni til prestsins og biður hann fyrir alla muni að hjálpa upp á sig því nú hafi hann ekkert til að lifa við.

Drengur fer nú eins og áður til prestsins (парень, как и в прошлый раз, отправился к пастору). Prestur verður hálfbyrstur við strákinn (пастор слегка рассердился на мальчика; hálfbyrstur – несколько разозлённый; byrstur – суровый; грубый; резкий) og segir hann hafi prettað sig (мол, тот его обманул; pretta – обманывать; дурачить) og farið inn í borgina (и вошёл в замок). Piltur segir hið sanna (паренёк рассказал правду). Prestur kveðst þá verða að hjálpa þeim dálítið (пастор сказал, что надо им немножко помочь), fer í burt (отошёл: «отходит» /прочь/) og að lítilli stundu liðinni kemur hann aftur (а по прошествии некоторого времени возвращается) og teymir eftir sér trippi (и ведёт за собой под уздцы молодую лошадку; teyma – вести под уздцы; trippi – лошадь /в возрасте 1–4 лет/) og segir dreng (и говорит парню) að ekki þurfi annað en segja (что нужно всего лишь сказать): „Hriss-trippa (встряхнись, лошадка; hrista – трясти; встряхивать), hriss-trippa (встряхнись, лошадка),“ þá hristi trippið sig (тогда лошадь встряхнётся) og velti peningarnir út úr því (и посыпятся из неё деньги; peningur – монета; деньги).

Drengur fer nú eins og áður til prestsins. Prestur verður hálfbyrstur við strákinn og segir hann hafi prettað sig og farið inn í borgina. Piltur segir hið sanna. Prestur kveðst þá verða að hjálpa þeim dálítið, fer í burt og að lítilli stundu liðinni kemur hann aftur og teymir eftir sér trippi og segir dreng að ekki þurfi annað en segja: „Hriss-trippa, hriss-trippa,“ þá hristi trippið sig og velti peningarnir út úr því.

Ennþá tekur presturinn drengnum vara fyrir því (вновь пастор предупреждает парня о том; taka e-m vara fyrir e-u – предупреждать кого-л. о чём-л.; vari – предупреждение; осторожность) að koma ekki í konungsborg (не заходить в королевский замок) og gefur drengur fögur heit í því tilliti (и парень даёт торжественное: «прекрасное» обещание на этот счёт; heit – обещание; обет).

Ennþá tekur presturinn drengnum vara fyrir því að koma ekki í konungsborg og gefur drengur fögur heit í því tilliti.

Nú leggur hann á stað (вот отправляется он), en er hann nálgast borgina (но когда оказывается рядом с замком) brennur hann í skinninu af löngun (так и сгорает от желания; brenna í skinninu að gera e-ð – лезть из кожи вон /руки чешутся/ сделать что-л.; skinn – кожа) að fara inn í hana (зайти в него). Telur hann sér trú um (стал он себя убеждать; telja e-m trú um e-ð – убеждать кого-л. в достоверности чего-л.; trú – вера; доверие) að hann muni geta staðið sig (что у него получится устоять) þó einhver freisting komi fyrir hann (какое бы искушение ни оказалось у него на пути; freisting – искушение). Í þessu trausti beygir hann leið sína að borginni (в этой уверенности сворачивает он к замку; traust – уверенность; beygja – сворачивать) og fer inn í hana með trippið í taumi (и входит в него с лошадкой в узде; taumur – узда; верёвка).

Nú leggur hann á stað, en er hann nálgast borgina brennur hann í skinninu af löngun að fara inn í hana. Telur hann sér trú um að hann muni geta staðið sig þó einhver freisting komi fyrir hann. Í þessu trausti beygir hann leið sína að borginni og fer inn í hana með trippið í taumi.

En þegar hann var inn kominn (но когда он вошёл внутрь) kemur kóngsdóttir móti honum (вышла ему навстречу принцесса), heilsar honum vingjarnlega (здоровается с ним любезно; heilsa – здороваться; приветствовать; vingjarnlegur – дружеский; любезный) og spyr (и спрашивает) hvað hann sé nú að ferðast (куда он путь держит). Drengur gleymir nú nærri því sjálfum sér (парень чуть было совсем не забылся = обо всём на свете забыл; gleyma – забывать) og segir henni (и говорит ей) að það sem hann hafi fengið áður hjá henni (что то, что он от неё раньше получил) hafi orðið endarjótt (закончилось) svo hann hafi þurft að fara að finna prestinn (так что пришлось ему идти к пастору), hafi hann hjálpað föður sínum um þetta trippi (помог тот его отцу этой лошадкой) sem ekki þurfi annað en segja við (которой только и нужно было, что сказать): „Hriss-trippa (встряхнись, лошадка); hriss-trippa (встряхнись, лошадка),“ og þá velti peningar út úr því á allar hliðar (и тогда посыплются из неё деньги ручьём: «во все стороны»).

En þegar hann var inn kominn kemur kóngsdóttir móti honum, heilsar honum vingjarnlega og spyr hvað hann sé nú að ferðast. Drengur gleymir nú nærri því sjálfum sér og segir henni að það sem hann hafi fengið áður hjá henni hafi orðið endarjótt svo hann hafi þurft að fara að finna prestinn, hafi hann hjálpað föður sínum um þetta trippi sem ekki þurfi annað en segja við: „Hriss-trippa; hriss-trippa,“ og þá velti peningar út úr því á allar hliðar.

Nú verður kóngsdóttir öldungis óð og uppvæg (тут принцесса сильно взволновалась; óður – безумный; взбешённый; жаждущий; uppvægur – взволнованный; выведенный из себя), biður drenginn með mörgum blíðum og fögrum orðum (просит парня ласково и мило: «многочисленными мягкими и красивыми словами»; blíður – мягкий; нежный) að selja sér trippið (продать ей лошадь) hvað sem það eigi að kosta (чего бы она ни стоила) og lofar honum miklu meira og betra gjaldi (и обещает ему гораздо больше денег: «большую и лучшую плату»; gjald – плата) heldur en hið fyrra sinn (чем в предыдущий раз). Drengur lætur loksins til leiðast (парню это наконец надоело), tekur á móti gjaldinu (берёт он деньги) og fer heim í kot til foreldra sinna (и возвращается домой к родителям) og lætur ekki neitt á neinu bera (как ни в чём не бывало: «и не даёт ничего ничему носить» = виду не подаёт).

Nú verður kóngsdóttir öldungis óð og uppvæg, biður drenginn með mörgum blíðum og fögrum orðum að selja sér trippið hvað sem það eigi að kosta og lofar honum miklu meira og betra gjaldi heldur en hið fyrra sinn. Drengur lætur loksins til leiðast, tekur á móti gjaldinu og fer heim í kot til foreldra sinna og lætur ekki neitt á neinu bera.

Karl þykist (мужик посчитал) að vísu fá mikið hjá presti (что вообще-то много от пастора получил; að vísu – вообще-то; vís – уверенный; мудрый), en svo fer sem fyrri (но случилось, как и раньше) að eigurnar taka að þrjóta (что пожитки его стали подходить к концу; eiga – владение; собственность), því nú hafði karlinn líka keypt þeim nýjan og þokkalegan klæðnað (ведь мужик купил домашним новую, хорошую одежду; nýr – новый; þokkalegur – хороший; красивый; опрятный; þokki – очарование; грация) þar hann hugsaði (потому что думал) að það sem nú kom (что того, что им в руки на этот раз попало) mundi lengi duga (надолго хватит; duga – годиться; хватать; быть достаточным).

Karl þykist að vísu fá mikið hjá presti, en svo fer sem fyrri að eigurnar taka að þrjóta, því nú hafði karlinn líka keypt þeim nýjan og þokkalegan klæðnað þar hann hugsaði að það sem nú kom mundi lengi duga.

Það er ekki að orðlengja það (излишне говорить: «не нужно долго говорить то») að karl verður félaus (что старик остался на бобах; félaus – неимущий; безденежный; fé – скот; деньги; богатство) og sendir son sinn í þriðja sinni til prestsins (и посылает своего сына в третий раз к пастору). Þó að drengur þori (хоть парень и осмелился) ekki að láta neitt á neinu bera (не подавать виду = делал хорошую мину при плохой игре) þá verður hann samt mjög smeykur (всё же очень он испугался; smeykur – встревоженный; слегка испуганный; боязливый); óttast hann mjög (очень он боялся) að klerkur muni verða þungorður við sig (что священник очень на него разозлится; klerkur – священник; духовное лицо; þungorður – употребляющий крепкие выражения; þungur – тяжёлый; orð – слово) og jafnvel gefa sér skammir fyrir alla frammistöðuna (и даже будет стыдить его за его поведение; gefa e-m skammir fyrir e-u – стыдить кого-л. за что-л.; skömmur – стыд; бесчестье; позор; frammistaða – выполнение; достижение; обслуживание).

Það er ekki að orðlengja það að karl verður félaus og sendir son sinn í þriðja sinni til prestsins. Þó að drengur þori ekki að láta neitt á neinu bera þá verður hann samt mjög smeykur; óttast hann mjög að klerkur muni verða þungorður við sig og jafnvel gefa sér skammir fyrir alla frammistöðuna.

Samt herðir hann upp hugann (всё же набирается он смелости; herða upp hugann – набраться смелости; приободриться; воспрянуть духом; herða – закалять; делать твёрдым; hugi – ум; мысль; желание; мужество), fer beinlínis til prests (идёт прямиком к пастору), kveður hann svo kurteislega sem hann getur (обращается к нему как можно вежливее: «так вежливо, как он может»), biður hann fyrir alla muni að reiðast sér ekki (просит ради всего святого: «всех вещей» не злиться на него; reiðast e-m – сердиться на кого-л.) og greiða eitthvað úr vandræðum sínum (и помочь как-нибудь его беде: «решить его проблему»; greiða úr e-m – решить что-л.; greiða – распутать; расчесать; оплатить; vandræði – трудность; проблема; vandi – затруднение; трудное положение), segist hafa farið móti boði hans inn í borgina (говорит, что вошёл против его наказа в замок) og ekki getað komist undan kóngsdóttur (и не смог отвязаться от принцессы; koma e-m undan – избавиться от кого-л.) að hún fengi trippið (отдал ей: «что получила она» лошадку).

Samt herðir hann upp hugann, fer beinlínis til prests, kveður hann svo kurteislega sem hann getur, biður hann fyrir alla muni að reiðast sér ekki og greiða eitthvað úr vandræðum sínum, segist hafa farið móti boði hans inn í borgina og ekki getað komist undan kóngsdóttur að hún fengi trippið.

Klerkur atyrðir nú ekki drenginn (священник не стал бранить: «не бранит» парня; atyrða – ругать; укорять), en fer frá honum (а отходит от него), kemur aftur (и возвращается) og hefur með sér kylfu eina ekki alllitla (с одной довольно большой дубинкой; kylfa – дубинка; палка; клюшка; alllítill – довольно маленький; all– – довольно) sem hann fær drengnum (которую вручает парню). Hann getur ekkert (он не говорит ничего) um til hvers hún eigi að brúkast (о том, как ей надо пользоваться; brúka – пользоваться) eða hvað hún vinni (или какой в ней толк: «как она работает»), en til þess hún gjöri það (но чтобы она сделала то) sem henni sé ætlað (что от неё требуется; ætla e-m e-ð – предъявлять к кому-л. какие-л. требования) þá eigi að segja (тогда нужно сказать): „Upp, upp (вверх, вверх), kylfa (дубинка), upp, upp (вверх, вверх), þegar þú mátt (как только сможешь; þegar – сразу; тотчас; уже; когда; mega – мочь).“

Klerkur atyrðir nú ekki drenginn, en fer frá honum, kemur aftur og hefur með sér kylfu eina ekki alllitla sem hann fær drengnum. Hann getur ekkert um til hvers hún eigi að brúkast eða hvað hún vinni, en til þess hún gjöri það sem henni sé ætlað þá eigi að segja: „Upp, upp, kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.“

Prestur tekur drengnum engan vara fyrir að koma í konungsborg (пастор /на этот раз/ не увещевает паренька не заходить в королевский замок), en biður dreng vel að lifa (а желает ему удачи: «жить хорошо») og lætur hann fara á stað (и отправляет его восвояси). Drengur er nú allkátur (мальчик очень обрадовался: «теперь весь довольный»), heldur leiðar sinnar beint í borgina (держит путь прямиком в замок) og hugsar (полагая) að nú skuli hann finna kóngsdóttur (что теперь-то навестит он принцессу) fyrst honum hafi ekki verið tekinn vari fyrir að koma í þá skrautlegu borg (раз уж его не предупредили не заходить в этот великолепный замок; fyrst – поскольку; skrautlegur – прекрасный; красочный; skraut – украшение).

Prestur tekur drengnum engan vara fyrir að koma í konungsborg, en biður dreng vel að lifa og lætur hann fara á stað. Drengur er nú allkátur, heldur leiðar sinnar beint í borgina og hugsar að nú skuli hann finna kóngsdóttur fyrst honum hafi ekki verið tekinn vari fyrir að koma í þá skrautlegu borg.

Þegar drengurinn er kominn inn í borgina (когда парень зашёл в замок) þarf hann ekki að hafa mikið fyrir að finna kóngsdóttur (ему не потребовалось много времени, чтобы разыскать принцессу). Hún hefur augastað á þeim gamla skiptavin sínum (она глаз не спускала со своего давнего знакомого; hafa augastað á e-u – не спускать глаз с чего-л.; жаждать чего-л.; skiptavinur – клиент; skipti – обмен; общение; vinur – приятель) og sér hvar hann fer (и наблюдала за его передвижениями: «где он ходит»); hugsar hún nú gott til (обрадовалась она; hugsa gott til e-s – надеяться на что-л.; предвкушать что-л.) og fer að finna hann (и выходит ему навстречу). Hún spyr hann ennþá (спрашивает она у него опять) hvað hann sé að fara (что у него нового: «чем он занимается») og segir hann henni eins og var (и говорит он её, как есть), að hann hafi farið í nauðsyn föður síns til að finna prestinn sinn (мол, ходил он по просьбе: «необходимости» своего отца к пастору; nauðsyn – необходимость; потребность; нужда; nauð – нужда; бедствие; трудность) og hafi hann hjálpað sér um kylfu þessa (и помог тот ему этой дубинкой) sem ekki þurfi að segja annað við (которой только и нужно сказать) þegar hún eigi að starfa (когда её надо в дело пустить): „Upp, upp, kylfa, upp, upp (вверх, дубинка, вверх, вверх), þegar þú mátt (как только сможешь).“

Þegar drengurinn er kominn inn í borgina þarf hann ekki að hafa mikið fyrir að finna kóngsdóttur. Hún hefur augastað á þeim gamla skiptavin sínum og sér hvar hann fer; hugsar hún nú gott til og fer að finna hann. Hún spyr hann ennþá hvað hann sé að fara og segir hann henni eins og var, að hann hafi farið í nauðsyn föður síns til að finna prestinn sinn og hafi hann hjálpað sér um kylfu þessa sem ekki þurfi að segja annað við þegar hún eigi að starfa: „Upp, upp, kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.“

Kóngsdóttir ímyndar sér nú (принцесса воображает себе) að það muni vera einhver furðuverk (что есть какое-то чудо; furðuverk – чудо; furða – удивление; чудо; verk – работа; произведение) sem kylfan eigi að gjöra (которое дубинка должна сотворить) og falar í ósköpum kylfuna (и стала выпрашивать: «выпрашивает» дубинку за большие деньги; ósköp – злая судьба; что-л. ужасное; огромное количество; sköp – судьба). Það fer á sömu leið sem fyrri (и случается всё так, как и раньше), að hann selur kóngsdóttir kylfuna (что он продаёт дубинку принцессе), en fer með borgunina heim í kot til karlsins föður síns (и направляется с деньгами домой в хижину к старику, отцу своему; borgun – плата).

Kóngsdóttir ímyndar sér nú að það muni vera einhver furðuverk sem kylfan eigi að gjöra og falar í ósköpum kylfuna. Það fer á sömu leið sem fyrri, að hann selur kóngsdóttir kylfuna, en fer með borgunina heim í kot til karlsins föður síns.

Eftir að kóngsdóttir er búin að eignast alla þessa gripi (после того как принцесса завладела всеми этими диковинками: «предметами»; eignast e-ð – завладеть чем-л.) kemur hún að máli við föður sinn (пришла она поговорить со своим отцом) og biður hann (и просит его) að leyfa sér að stofna til voldugrar veislu (позволить ей устроить большой пир; voldugur – могущественный; огромный). Kveðst hún vilja reyna gripi sína (говорит, что хочет испробовать свои приобретения) og láta aðra sjá (и показать другим) hvílíka dýrgripi hún eigi (какие чудесные вещи у неё есть; dýrgripur – сокровище; dýr – дорогой; gripur – предмет). Konungur lætur þetta eftir henni (король позволяет её это) og býður til veislunnar miklu og mörgu stórmenni (и приглашает на пир много знатных людей; stórmenni – аристократ; благородный человек; знать; stór – большой).

Eftir að kóngsdóttir er búin að eignast alla þessa gripi kemur hún að máli við föður sinn og biður hann að leyfa sér að stofna til voldugrar veislu. Kveðst hún vilja reyna gripi sína og láta aðra sjá hvílíka dýrgripi hún eigi. Konungur lætur þetta eftir henni og býður til veislunnar miklu og mörgu stórmenni.

Boðsfólkið kemur á tilteknum tíma (приглашённые пришли в назначенный час; boðfólk – приглашённые; boð – приглашение; fólk – народ; люди; tiltaka – назначать; устанавливать) og þegar það er komið (и когда они прибыли) er sú stóra höll konungsins alskipuð (стало в большом королевском дворце яблоку негде упасть; alskipaður – полностью занятый; skipa – занимать). Konungsdóttir kemur á settum og réttum tíma með dúkinn (принцесса появляется минута в минуту со скатертью; settur – установленный; setja – устанавливать; réttur – точный), óskar nú á hann einum réttinum í þetta sinn (и просит сначала одно яство: «желает одно блюдо в этот раз»; óska – желать), öðrum í hitt sinnið (потом другое: «другое в тот раз») og svo koll af kolli (и так одно за другим), bæði vín og vistir (и вино, и еда; bæði … og – как … так и; vín – вино; водка; vist – еда; провиант; продовольствие), þangað til enginn þykist geta neytt meiri matar eða drykkjar (пока никто уже не мог ни есть, ни пить: «пока уже никому не казалось, что возможно употребить больше еды или напитков»; neyta – употреблять /пищу/; drykkur – напиток).

Boðsfólkið kemur á tilteknum tíma og þegar það er komið er sú stóra höll konungsins alskipuð. Konungsdóttir kemur á settum og réttum tíma með dúkinn, óskar nú á hann einum réttinum í þetta sinn, öðrum í hitt sinnið og svo koll af kolli, bæði vín og vistir, þangað til enginn þykist geta neytt meiri matar eða drykkjar.

En þegar máltíðinni var lokið (а когда ужин закончился; máltíð – завтрак; обед; ужин; mál – еда; завтрак и ужин; tíð – время) og fara átti að skemmta boðsmönnum (и пришло время: «нужно было начинать» развлекать гостей; skemmta e-m – развлекать кого-л.; boðsmaður – гость) sækir kóngsdóttir trippið (пошла принцесса за лошадкой) og leiðir það inn í höllina (заводит её во дворец) og segir (и говорит): „Hriss-trippa (встряхнись, лошадка), hriss-trippa (встряхнись, лошадка),“ og þá hristir trippið sig (и вот лошадка встряхнулась), en peningarnir velta út úr því á allar hliðar (и стали из неё деньги сыпаться во все стороны).

En þegar máltíðinni var lokið og fara átti að skemmta boðsmönnum sækir kóngsdóttir trippið og leiðir það inn í höllina og segir: „Hriss-trippa, hriss-trippa,“ og þá hristir trippið sig, en peningarnir velta út úr því á allar hliðar.

Þykir mönnum mikils vert um þetta (гости очень впечатлились; þykja mikils vert um e-ð – придавать большое значение чему-л.; verður – достойный; ценный) og eru mjög kátir (и сильно обрадовались). En nú á samt að auka fögnuðinn (и вот в разгар веселья; auka – повышать; fögnuður – радость; веселье) og því sækir kóngsdóttir kylfuna (/и поэтому/ пошла принцесса за дубинкой), ber hana inn í höllina (вносит её во дворец) og segir við hana (и говорит ей): „Upp, upp, kylfa, upp, upp (вверх, вверх, дубинка, вверх, вверх), þegar þú mátt (как только сможешь).“ Á sömu stundu tekst kylfan á loft (в ту же самую секунду поднимается дубинка в воздух) og rotar á svipstundu hvert mannsbarn (да как принялась дубасить всех людей; rota – оглушать или убивать /ударом по голове/; á svipstundu – мгновенно; svipstund – момент; миг; мгновение; svipa – двигаться быстро и бесшумно; мерцать; svipur – быстрое движение; мгновение; stund – промежуток времени; mannsbarn – человек; maður – человек; barn – дитя) sem í höllinni var (что во дворце были) nema kóngsdóttur (кроме принцессы).

Þykir mönnum mikils vert um þetta og eru mjög kátir. En nú á samt að auka fögnuðinn og því sækir kóngsdóttir kylfuna, ber hana inn í höllina og segir við hana: „Upp, upp, kylfa, upp, upp, þegar þú mátt.“ Á sömu stundu tekst kylfan á loft og rotar á svipstundu hvert mannsbarn sem í höllinni var nema kóngsdóttur.

En þegar karlssonur (но когда стариков сын) – sem komið hafði heim í borg (который явился в замок) til að komast í einhverjar veisluleifarnar (чтобы полакомиться остатками с барского стола; veisluleif – остатки после пира; leif – наследство; остатки) og hafði staðið við hallardyrnar (и стоял у дворцовых ворот) – sér þetta (видит это) hleypur hann inn í höllina (забегает он во дворец), þrífur kylfuna (хватает дубинку; þrífa – хватать) og segir við kóngsdóttur (и говорит принцессе) að hún skuli nú velja um tvo kosti (что ей теперь придётся выбирать одно из двух; velja – выбирать; kostur – выбор; альтернатива; возможность), annaðhvert að ganga að að eiga sig (либо она согласится выйти за него замуж; eiga sig – жениться; вступать в брак) eða hann skipi kylfunni (либо он прикажет дубинке) að rota hana líka (забить насмерть и её тоже).

En þegar karlssonur – sem komið hafði heim í borg til að komast í einhverjar veisluleifarnar og hafði staðið við hallardyrnar – sér þetta hleypur hann inn í höllina, þrífur kylfuna og segir við kóngsdóttur að hún skuli nú velja um tvo kosti, annaðhvert að ganga að að eiga sig eða hann skipi kylfunni að rota hana líka.

Kóngsdóttir kveðst mundi kjósa þann fyrri kostinn (принцесса сказала, что выбирает первое /условие/) og þegar tími var til kominn (и когда время подошло) lét hann prestinn sinn gefa sig í hjónabandið (попросил он пастора своего поженить их: «отдать его в брак»; hjónaband – супружество; hjón – супруги; чета; band – тесёмка; завязка; пряжа; оковы; цепи), varð konungur (стал королём), tók karl og kerlingu heim í borg til sín (забрал к себе в замок старика со старухой) og veitti þeim marga ánægju og gleðidaga (и подарил им много счастливых и радостных дней; veita – оказывать; предоставлять; ánægja – довольство; удовлетворённость; gleðidagur – день радости; gleði – радость; dagur – день); ríkti síðan vel og lengi (правил с тех пор справедливо: «хорошо» и долго).

Kóngsdóttir kveðst mundi kjósa þann fyrri kostinn og þegar tími var til kominn lét hann prestinn sinn gefa sig í hjónabandið, varð konungur, tók karl og kerlingu heim í borg til sín og veitti þeim marga ánægju og gleðidaga; ríkti síðan vel og lengi.

Og svo kann ég ekki þessa sögu lengri (тут и сказке конец: «потому не могу я дальше эту сагу продолжать»).

Og svo kann ég ekki þessa sögu lengri.